Náttúruverndarþing: Náttúruvernd á krossgötum - vörn og sókn


Smellið á mynd til að nálgast dagskrá og nánari upplýsingar um þingið.

Dagskrá þingsins er tvíþætt. Fyrri hluta dags verða flutt erindi um verkefni sem verið hafa til skoðunar og í umræðunni að undanförnu s.s. rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða, verndun jarðminja á framkvæmdasvæðum, endurheimt votlendis, loftslagsbreytingar og löggjöf um náttúruvernd. Einnig verður fjallað um stöðu og þýðingu náttúruverndar og spáð í framtíðina. Seinni hluti þingsins verður að hætti Heimskaffis helgaður málstofum um verkefnin framundan og leiðir til að takast á við þau.