Arfleifð Darwins: þróunarfræði, náttúra og menning

Í bókinni er þráðurinn tekinn upp þar sem Darwin skildi við hann og raktar ýmsar hugmyndir og niðurstöður úr þróunarfræðirannsóknum síðari tíma á sviði líffræði, jarðfræði, trúarbragðafræði og vísindasagnfræði.

Hið íslenska bókmenntafélag gefur bókina út. Nánar um bókina í tilkynningu HÍB.

Útgáfuhátíð verður 5. október nk. í Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands (frá 16:30 til 18:00) og er hún öllum opin. Um verður að ræða stutta kynningu, tvö 10 mínútna erindi og síðan léttar veitingar. Dagskrá:

16:30 Kynning á bókinni Arfleifð Darwins

16:40 – 16:50 Þáttur plöntukynbóta í fæðuöryggi heimsins - Áslaug Helgadóttir, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands

16:50 – 17:00 Hvunndagshetjan Darwin - Guðmundur Guðmundsson, forstöðumaður Safna- og flokkunarfræðideildar Náttúrufræðistofnunar Íslands

17:00 – 18:00 Léttar veitingar - bókin verður til sýnis og til sölu.