Hrafnaþing: Þéttleikabreytingar algengra fjöruhryggleysingja á Suðvesturlandi

Í erindinu mun Sunna kynna niðurstöður meistaraverkefnis síns þar sem skoðaðar voru árstíðabundnar þéttleikabreytingar hjá fjöruhryggleysingjum við Sandgerði á Reykjanesskaga yfir tveggja ára tímabil.

Útdráttur úr erindinu

Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6–8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð. Því er jafnframt streymt á YouTube-rás stofnunarinnar.