Hrafnaþing: Merkar jarðminjar á Torfajökulssvæði: Tilnefning á heimsminjaskrá?

Torfajökulseldstöðin er einstök bæði á landsvísu og á heimsvísu og hefur hún meðal annars að geyma stærsta líparítsvæði og mesta háhitasvæði landsins. Árið 2013 var Torfajökulseldstöðin (Friðland að Fjallabaki) samþykkt af UNESCO á yfirlitsskrá Íslands, en það er fyrsti áfangi í tilnefningu svæðis til heimsminjaskrár UNESCO. Í yfirlitsskránni eru tiltekin fjögur atriði sem talið var að gætu uppfyllt viðmið UNESCO fyrir heimsminjasvæði, þrjú þeirra tengjast jarðminjum og eitt landslagi. Í erindinu verður farið yfir það hvaða jarðminjar það eru sem geta talist einstakar á heimsvísu og þeim lýst nánar.

Útdráttur úr erindinu

Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6–8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð. Því er jafnframt streymt á Youtube-rás stofnunarinnar.

Allir velkomnir!

  •