Talningar á grágæsum

Gagnlegt er að fá upplýsingar um hvenær sást síðast til gæsa á gæsaslóðum, staðsetningu fuglanna (eins nákvæmlega og hægt er) og mat á fjölda þeirra. Upplýsingarnar verða sendar samstarfsaðilum á Bretlandseyjum sem taka saman árlegar skýrslur um talningarnar.

Vinsamlega sendið upplýsingar til Svenju N.V. Auhage hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.