Hrafnaþing: aðfluttar plöntutegundir á norðurslóðum

Fram til þessa hefur aðeins lítið verið vitað um aðfluttar plöntutegundir í flóru norðurslóða. Í nýju verkefni sem unnið var undir stjórn Pawels Wasowicz var leitast við að lýsa aðfluttri flóru norðurslóða í heild sinni og einkennum hennar. Í erindinu verða niðurstöður verkefnisins kynntar en þær verða birtar í vísindaritinu AMBIO snemma á næsta ári.

Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku.

Útdráttur úr erindinu

Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6–8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð. Því er jafnframt streymt á Youtube-rás stofnunarinnar.

Allir velkomnir!