Talningar á grágæsum

Um áratugaskeið hafa gæsir verið taldar á vetrarstöðvum á Bretlandseyjum. Næstu helgi beinast talningar að grágæs. Náttúrufræðistofnun Íslands óskar eftir að fá upplýsingar um grágæsir sem fólk verður vart við á næstu dögum, þar á meðal eins nákvæmar staðsetningar og unnt er og mat á fjölda fugla. Upplýsingarnar verða sendar samstarfsaðilum á Bretlandseyjum sem taka saman árlegar skýrslur um talningarnar.

Í nóvember 2020 fundust hér á landi um 13.000 grágæsir.

Vinsamlega sendið upplýsingar til Svenju N.V. Auhage hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, einnig tekur Arnór Þ. Sigfússon hjá Verkís á móti upplýsingum.

Vöktun grágæsa