Hrafnaþing: Mynd af manni, ævisaga Sigurðar Þórarinssonar, jarðfræðings

Ævisaga Sigurðar kom nýlega út í tveggja binda verki. Sagt verður frá tilurð hennar og ritun. Af efni ævisögunnar verður tínd til umfjöllun um störf Sigurðar hjá Náttúrugripasafni Íslands en hann, ásamt Finni Guðmundssyni fuglafræðingi, var fyrsti starfsmaður safnsins þegar það varð ríkisstofnun árið 1947. Hjá safninu vann hann í rúmlega 20 ár og tók þátt í að móta starfsemi þess og framtíð.

Einnig verður sagt frá baráttu Sigurðar fyrir náttúruvernd á Íslandi en hann samdi fyrstu almennu náttúruverndarlögin og vann ötullega að friðun ýmissa svæða svo sem þjóðgarðsins í Skaftafelli.

Ritverkið hefur verið tilnefnt til íslensku bókmenntaverðlaunanna og Fjöruverðlaunanna.

Vegna Covid-19 verður erindið að þessu sinni einungis flutt í beinni útsendingu á Teams á netinu. 

Fyrirlesturinn á Teams