Hrafnaþing: Rannsóknir á ögnum í hafinu við Ísland

Hrafnaþing verður haldið miðvikudaginn 26. janúar kl. 15:15–16:00. Ólafur S. Ástþórsson, sjávarlíffræðingur og fyrrum aðstoðarforstjóri á Hafrannsóknastofnun, flytur erindið „Rannsóknir á ögnum í hafinu við Ísland“. 

Í erindinu verður fjallað um rannsóknir á ögnum hér við land, vikið að fyrri rannsóknum og fjallað um niðurstöður BIOICE-verkefnisins og þá vitneskju sem þar hefur fengist um útbreiðslu, fjölda og líffræði nokkurra tegunda.

Útdráttur úr erindinu

Vegna Covid-19 verður erindið að þessu sinni einungis flutt í beinni útsendingu á Teams á netinu. 

Fyrirlesturinn á Teams