Hrafnaþing: Gróður og næringarefni í jarðvegi á refagrenjum

Hrafnaþing verður haldið miðvikudaginn 23. febrúar kl. 15:15–16:00. Dominik Arend umhverfis- og auðlindafræðingur frá háskólanum í Freiburg flytur erindið „Arctic Fox Gardens: Vegetation and soil nutrients on fox dens“.

Dominik rannsakaði gróður og næringarefni í jarðvegi við greni á Melrakkasléttu á NA-landi árið 2021. Í fyrirlestrinum fjallar hann um bakgrunn dýra sem hafa áhrif á næringarefnaflutning, hagnýtar rannsóknaraðferðir auk þess sem hann greinir frá niðurstöðum sínum frá Melrakkasléttu.

Athugið að erindið verður flutt á ensku og í beinni útsendingu á Teams á netinu.

Útdráttur úr erindinu

Fyrirlesturinn á Teams