Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra í heimsókn

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, heimsótti Náttúrufræðistofnun Íslands í gær í þeim tilgangi að kynna sér hlutverk og starfsemi stofnunarinnar og hitta fyrir starfsfólk. Með ráðherra í för var aðstoðarmaður hans, ráðuneytisstjóri og upplýsingafulltrúi.

Ráðherrann átti fund með forstjóra og sviðsstjórum stofnunarinnar þar sem hlutverk, starfsemi og helstu verkefni Náttúrufræðistofnunar Íslands voru kynnt og rædd. Því næst átti hann fund með öllu starfsfólki þar sem hann hélt tölu og bauð upp á spurningar. Að lokum var gengið um stofnunina, húsnæðið skoðað og starfsemin kynnt frekar, meðal annars vísindasöfnin. Ráðherrann sýndi viðfangsefnum stofnunarinnar mikinn áhuga og gaf sér góðan tíma í að kynna sér þau.

Guðlaugur Þór Þórðarson tók við embætti umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra 28. nóvember síðastliðinn þegar hann tók við lyklum að ráðuneytinu úr höndum fráfarandi ráðherra, Guðmundi Inga Guðbrandssyni. Aðstoðarmenn ráðherra eru Steinar Ingi Kolbeins og Unnur Brá Konráðsdóttir.