Hrafnaþing: Grænbók um líffræðilega fjölbreytni

Fyrsta Hrafnaþing vetrarins verður haldið miðvikudaginn 12. október kl. 15:15. Þá mun Snorri Sigurðsson sviðsstjóri náttúruverndar hjá Náttúrufræðistofnun Íslands greina frá forsendum og skipulagi vinnu við gerð grænbókar um líffræðilega fjölbreytni og stikla á stóru um helstu viðfangsefni hennar með áherslu á aðkomu og hlutverk stofnunarinnar.

Útdráttur úr erindinu

Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6–8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð. Því er jafnframt streymt á Youtube-rás stofnunarinnar.

Allir velkomnir!