Vísindakaffi á Breiðdalsvík

Í tengslum við Vísindavöku, sem haldin var í Laugardalshöll síðastliðna helgi, býður Rannís upp á Vísindakaffi á Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Breiðdalsvík, í samstarfi við borkjarnasafn Náttúrufræðistofnunar Íslands á Breiðdalsvík og Breiðdalssetur.

Markmiðið er að færa vísindin nær fólki og segja frá rannsóknum sem skipta máli fyrir daglegt líf á óformlegan hátt í þægilegri kaffihúsastemningu. Yfirskrift Vísindakaffis á Breiðdalsvík er: Borkjarnar – Skyggnst undir yfirborðið, en þar mun María Helga Guðmundsdóttir jarðfræðingur segja frá og leiða gesti um samnefnda sýningu Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Breiðdalsvík og borkjarnasafns Náttúrufræðistofnunar Íslands. Sagt verður frá borkjörnum og hvernig þeir nýtast við vísindarannsóknir, auðlindaleit og mannvirkjagerð.

Vísindakaffið hefst kl. 20 í Gamla kaupfélaginu á Breiðdalsvík.