Hrafnaþing: Samverkan íss og bergkviku sprungugosinu í Skaftáreldum 1783–1784

Á Hrafnaþingi á morgun, miðvikudaginn 9. nóvember, mun Catherine R. Gallagher nýdoktor hjá Norræna eldfjallasetrinu flytja erindi á Hrafnaþingi sem nefnist „Characterising ice-magma interactions during the final stages of the 1783–84 CE Laki fissure eruption, Iceland“.

Í erindinu verður greint frá samverkan íss og bergkviku sprungugosinu í Skaftáreldum 1783–1784.

Erindið verður flutt á ensku.

Útdráttur úr erindinu

Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6–8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð. Því er jafnframt streymt á Youtube-rás stofnunarinnar.

Allir velkomnir!