Ný vísindagrein um uppruna birkisins á Skeiðarársandi

Í vísindatímaritinu Tree Genetics & Genomes birtist á dögunum grein sem fjallar um erfðabreytileika og uppruna birkisins á Skeiðarársandi. 

Birki (Betula pubescens subsp. tortuosa) er eina innlenda trjátegundin á Íslandi sem myndar samfellt skóglendi og verndun birkiskóga er viðurkennt forgangsverkefni. 

Á Skeiðarársandi hefur á síðustu 30 árum verið að vaxa upp einn stærsti birkiskógur landsins en útbreiðsla hans nær yfir um 35 km2 af sandinum. Til að ákvarða uppruna birkiplantnanna í þessum nýja skógi var greint erfðaefni úr birkisýnum frá Skeiðarársandi, og þremur nágrannaskógum, Núpsstaðaskógi, Bæjarstaðaskógi og Skafafellsheiði. 

Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að nýi stofninn á Skeiðarársandi er að öllum líkindum upprunninn úr Bæjarstaðarskógi og hefur hann aðeins minni breytileika en nágrannaskógarnir. Samanburður þeirra sýnir að Bæjarstaðarskógur og skógurinn á Skaftafellsheiði líkjast meira hvor öðrum en Núpsstaðarskógur.

Kristinn Pétur Magnússon sameindaerfðafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands og prófessor í sameindaerfðafræi við Háskólann á Akureyri stýrði rannsókninni.

Greinin er öllum opin á netinu: 

Pálsson, S., Þ.E. Þórhallsdóttir, K. Svavarsdóttir, K.P. Magnússon 2023. Genetic variation and origin of mountain birch on a recently colonized glacial outwash plain by Vatnajökull glacier, southeast Iceland. 2023. Tree Genetics & Genomes 19: 48. https://doi.org/10.1007/s11295-023-01623-9