Hrafnaþing: Langtímavöktun á lífríki Karupelv-svæðisins á Austur-Grænlandi

Á Hrafnaþingi miðvikudaginn 8. nóvember kl. 15:15–16:00, mun Ester Rut Unnsteinsdóttir spendýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytja erindið „Langtímavöktun á lífríki Karupelv-svæðisins á Austur-Grænlandi“.

Í erindinu verður sagt frá árlegum rannsóknarleiðangri sem farinn var til Karupelv-svæðisins síðastliðið sumar til að sinna vöktun á lífíki svæðisins. Verkefnið er hýst af Háskólanum í Freiburg í Þýskalandi og er hluti franska verkefnaklasans GREA þar sem áherslan er á að vakta og skýra sveiflur í læmingjastofnum á norðurheimskautasvæðum. Ester Rut Unnsteinsdóttir tók þátt í leiðangrinum í þeim tilgangi að finna tófur, ná þeim í gildrur og setja á þær senditæki til að fylgjast með ferðum þeirra.

Útdráttur úr erindinu

Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6–8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð. Því er jafnframt streymt á Youtube-rás stofnunarinnar.