Sandmaðksleirur
F2.31 Sandmaðksleirur
EUNIS-flokkun: A2.241 Macoma balthica and Arenicola marina in muddy sand shores.


Lýsing
Fremur eða mjög fínkornóttar leirur þar sem sandmaðkur er einkennistegund. Víða eru strýtulaga úrgangshraukar maðksins mjög áberandi á yfirborði leirunnar. Sandmaðksleirur eru yfirleitt breiðar, víðáttumiklar og fremur flatar en eru einnig til sem minni skikar umluktir af öðrum fjöruvistgerðum. Hins vegar eru smærri og misjafnlega sundurslitnir skikar af sandmaðksleirum, innan um óreglulega þangfláka, taldir vera hluti af vistgerðinni þangklungri. Sandmaðksleirur eru auðugar af dýrategundum sem flestar grafa sig niður í setið. Burstaormurinn lónaþreifill er oft áberandi, en hann býr í örsmáum pípum sem standa upp úr leirunni og þekja yfirborðið. Lítið er af stærri brúnþörungum en smávaxið þang getur vaxið á stærri steinum á leirunni. Einnig eru þar stöku kræklingsknippi og fylgja þeim ýmsar tegundir sem ekki eru annars staðar á leirunni. Neðst á sumum sandmaðksleirum eru vel grónir smáskikar af marhálmi, en séu þeir nægilega stórir eru þeir flokkaðir til sérstakrar vistgerðar, marhálmsgræða.
Fjörubeður
Sandur (fínn), leir.
Fuglar
Mjög mikilvægt fæðusvæði tjalds og sandlóu.
Líkar vistgerðir
Kræklingaleirur, skeraleirur og þangklungur.
Útbreiðsla
Langalgengastar við Faxaflóa og Breiðafjörð og í stóru lónunum suðaustanlands.
Verndargildi
Hátt.

Áberandi gróður – Conspicuous vegetation | Áberandi dýr – Conspicuous animals | ||
---|---|---|---|
Þang | Fucus spp. | Sandmaðkur | Arenicola marina |
Marhálmur | Zostera angustifolia | Sandskel | Mya arenaria |
Mottumaðkur | Fabricia stellaris | ||
Lónaþreifill | Pygospio elegans | ||
Ánar | Oligochaeta | ||
Kræklingur | Mytilus edulis | ||
Marflær | Amphipoda | ||
Bjúgormar | Priapulida | ||
Fjörulýs | Jaera spp. | ||
Þráðormar | Nematoda |
