18. janúar 2017. Tom Barry og Trausti Baldursson: Arctic Council, CAFF and Biodiversity

18. janúar 2017. Tom Barry og Trausti Baldursson: Arctic Council, CAFF and Biodiversity

Tom Barry framkvæmdastjóri CAFF (Conservation of Arctic Flora and Fauna) flytur erindið „Arctic Council, CAFF and Biodiversity“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 14. desember kl. 15:15. 

CAFF er einn af vinnuhópum Norðurskautsráðsins (Arctic Council) sem er samstarfsvettvangur ríkja á norðurslóðum um málefni um allt það er snýr að vernd og nýtingu tegunda, búsvæða þeirra og vistkerfa. Í erindinu veður fjallað um helstu viðfangsefni CAFF sem felast meðal annars í miðlun upplýsinga um stjórnunartækni og stjórnunarfyrirkomulag á sviði líffræðilegrar fjölbreytni. Hópurinn hvetur til upplýstrar ákvarðanatöku um málefni er varðar lífríki norðurslóða og býður upp á leiðir til að þróa sameiginleg viðbrögð þjóða við mikilvægum málefnum sem varða vistkerfi norðurslóða, til dæmis vegna framkvæmda og efnahagslegs þrýstings, sóknarfæra í verndun og pólitískra skuldbindinga.

CAFF veitir upplýsingar og gögn til að hægt sé að taka faglegar ákvarðanir um málefni er varða líffræðilegan fjölbreytileika á norðurslóðum, til dæmis í gegnum vöktunarverkefnið Circumpolar Biodiversity Monotoring Programme (CBMP). Gagnaveitan Arctic Biodiversity Data Service (ABDS) er miðlægur gagnagrunnur fyrir öll gögn sem safnað er í gegnum verkefni CAFF, þar á meðal eru upplýsingar um stöðu og þróun stofna og þætti sem valda breytingum á svæðinu.

Erindið er flutt á ensku.