30. nóvember 2016. Guðmundur Halldórsson: Áhrif loftslagsbreytinga á smádýr í skógrækt og landgræðslu

30. nóvember 2016. Guðmundur Halldórsson: Áhrif loftslagsbreytinga á smádýr í skógrækt og landgræðslu

Guðmundur Halldórsson rannsóknastjóri hjá Landgræðslu ríkisins flytur erindið „Áhrif loftslagsbreytinga á smádýr í skógrækt og landgræðslu“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 30. nóvember kl. 15:15.

Áhrifa loftslagsbreytinga er þegar farið að gæta að verulegu marki í íslenskum vistkerfum. Í fyrirlestrinum verður fjallað um áhrif þessara breytinga á smádýr sem lifa á trjám og öðrum gróðri sem notaður er í landgræðslu og skógrækt hér á landi. Fjallað verður um landnám nýrra tegunda sem lifa á trjágróðri og breytingar á skaðsemi og faröldrum tegunda sem fyrir voru. Að lokum verður reynt að spurningunni um hver sé líkleg framtíðarþróun á þessu sviði og hvaða möguleikar séu á að bregðast við því.

Fyrirlesturinn á Youtube