12. febrúar 2003. Kristján Jónasson: Kísilríkt berg á Íslandi

12. febrúar 2003. Kristján Jónasson: Kísilríkt berg á Íslandi

Kristján Jónasson jarðfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindi á Hrafnaþingi 12. febrúar 2003.

Í erindinu verður fjallað um rannsóknir á kísilríku bergi á Íslandi. Fyrst verður gerð grein fyrir hvað kísilríkt berg er og dreifingu þess hér á landi. Þá verður fjallað nánar um bergfræði og efnafræði kísilríks bergs. Skoðuð verður mismunandi ásýnd kísilríks bergs og steindasamsetning þess. Innihald aðalefna og snefilefna í kísilríku bergi á Íslandi verður borið saman við samsetningu samskonar bergs erlendis og við niðurstöður bergfræðitilrauna.

Að lokum verða kynntar helstu kenningar um uppruna kísilríks bergs og lagt mat á hversu vel þær útskýra gerð og dreifingu kísilríks bergs hér á landi.