23. apríl 2003. Erling Ólafsson: Landnám smádýra á Surtsey

23. apríl 2003. Erling Ólafsson: Landnám smádýra á Surtsey

Eldgos hófst í hafi við Vestmannaeyjar fyrir 40 árum. Gosið stóð í þrjú ár og tæpum átta mánuðum betur. Í gosinu myndaðist Surtsey, útvörður Íslands í suðri. Eyjan hefur síðan verið vettvangur margþættra rannsókna á sviði jarðfræði og líffræði.

Í þessu erindi verður augum beint að því hvernig aðstæður hafa breyst frá lífvana gjósku og hraunum til þess ástands sem nú ríkir þegar 40 ár eru liðin frá því að eyjan reis úr sæ. Áhersla er lögð á það að sýna hvernig skilyrði hafa skapast fyrir varanlegt landnám smádýra og myndun samfélaga þeirra í tengslum við vaxandi grósku og fuglalíf.

Alls er kunnugt um 300 tegundir landsmádýra sem borist hafa til Surtseyjar, en aðeins hluti þeirra hafa mætt lífsskilyrðum sem þær hafa getað fært sér í nyt. Um þetta verður nánar fjallað í erindinu.