21. mars 2007. Þorbergur Hjalti Jónsson: Birki, særok og loftslagsbreytingar

21. mars 2007. Þorbergur Hjalti Jónsson: Birki, særok og loftslagsbreytingar

Þorbergur Hjalti Jónsson, skógfræðingur fjallar í erindi sínu um stærð og vöxt íslenska birkisins eftir landshluta og veðurfari, og einnig hugsanleg tengsl milli særoks og kjarrvaxtar birkisins.

Við Norður-Atlantshaf frá Suður Grænlandi til Hvítahafs mynda birkiskógar norðurjaðar tempraðabeltisins. Víðast á þessu svæði er trjáhæðin í birkisóginum 3-6 m en þar sem skilyrði eru best ná trén 10-12 m hæð og jafnvel vel það.

Ísland sker sig nokkuð úr þar sem birkið hér á landi er mestmegnis kjarr lægra en tveir metrar. Stórvaxið birki 10-12 metra hátt vex samt á stöku stað inn til landsins. Eitt af því sem einkennir birkiskóglendin er að á vestari helmingi landsins er nánast eingöngu kjarr eða kjarrskógur en á eystri hlutanum er birkið heldur stórvaxnara.

Á þessari öld er því spáð að loftslag hlýni hér á landi og vindafar breytist. Er líklegt að loftslagsbreytingar valdi því að kjarrið breytist í stórvaxinn birkiskóg? Í erindinu er leitað svara við þeirri spurningu.

Hrafnaþing hefst kl. 12:15 í Möguleikhúsinu við Hlemm og því lýkur kl. 13. Hrafnaþing er öllum opið.