29. febrúar 2012. Guðmundur A. Guðmundsson: Um fuglamerkingar

29. febrúar 2012. Guðmundur A. Guðmundsson: Um fuglamerkingar

Guðmundur A. Guðmundsson dýravistfræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands og umsjónarmaður fuglamerkinga mun á Hrafnaþingi, miðvikudaginn 29. febrúar, fjalla um 90 ára sögu fuglamerkinga á Íslandi og sýna nokkur dæmi um niðurstöður þeirra.

Fuglamerkingar hófust á Íslandi árið 1921 fyrir tilstilli danska fuglafræðingsins Peter Skovgaard. Hann sendi merki til Íslands og fékk nokkra menn til liðs við sig til að merkja fugla. Sjálfur kom hann aldrei til Íslands en á hans vegum voru tæplega 14 þúsund fuglar merktir og endurheimtust 752 þeirra (471 innanlands og 281 erlendis). Merkingar á vegum Íslendinga hófust 1932 og hafa á þeim 80 árum sem liðin eru um 600 þúsund fuglar verið merktir og um 40 þúsund endurheimst, auk 3600 erlendra merkja sem endurheimst hafa á Íslandi. Fjallað verður um fuglamerkingar, hvaða tegundir hafa helst verið merktar, varðveislu gagna og sýnd nokkur dæmi um hvar íslenskir fuglar eyða vetrinum.

Fyrirlesturinn á Youtube