Lýsigögn og niðurhal

Náttúrufræðistofnun Íslands hefur sett sér það markmið að auka aðgengi að gjaldfrjálsum landupplýsingagögnum í gegnum vefinn. Gögnin eru mikilvæg við úrvinnslu ýmiss konar verkefna hjá stofnunum, fyrirtækjum og almenningi.

Í Landupplýsingagátt er hægt að skoða lýsigögn (metadata) fyrir landupplýsingagögn stofnunarinnar.

Landupplýsingagögn Náttúrufræðistofnunar Íslands eru aðgengileg í niðurhalsþjónustu Landmælinga Íslands og í gegnum Landupplýsingagátt. Þau eru á Geodatabase-formi og sem þekjuskrár (shp) og fylgja staðlinum ÍST 120 – Skráning og flokkun landupplýsinga – Uppbygging fitjuskráa. Stefnt er að því bæta gögnum í þjónustuna smám saman.

Til að nálgast gögnin þarf að hafa hugbúnað fyrir landupplýsingar uppsettan upp í tölvunni. Landfræðilegir grunnar (hæðarlínur, vatnafar og þess háttar) og útlit korta Náttúrufræðistofnunar Íslands (litir, tákn og fleira) fylgja ekki.

Landupplýsingagögn sem eru aðgengileg til niðurhals:

Jarðfræðikort af Íslandi. Berggrunnur (mælikvarði 1:600.000), 2. útgáfa 2014

Jarðfræðikort af Íslandi. Höggun (mælikvarði 1:600.000), 1. útgáfa 2009

Gróðurkort af Íslandi. Yfirlitskort (mælikvarði 1:500.000), 1. útgáfa 1998

Gróðurkort af miðhálendi Íslands (mælikvarði 1:25.000), 1. útgáfa 2014

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |