Laus störf

Starfsmaður í svepparannsóknum

Náttúrufræðistofnun Íslands óskar eftir að ráða starfsmann í svepparannsóknir, einkum á myglusveppum innanhúss.

Starfsþjálfun fer fram Akureyri. Æskilegt er að viðkomandi verði á Akureyri, en stofnunin er einnig með aðsetur í Garðabæ.

Starfið felur í sér:

 • Rannsóknir og greiningar á sýnum af myglusveppum úr byggingum

Menntun og hæfniskröfur:

 • Háskólapróf í líffræði, líftækni eða sambærilegum greinum.
 • Reynsla af vinnu með smásjá æskileg
 • Lipurð í mannlegum samskiptum og ritfærni

Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðmundur Guðmundsson, forstöðumaður Safna- og flokkunarfræðideildar (gg@ni.is), í síma 590 0500. Umsókn, ásamt ítarlegri starfsferilsskrá og kynningarbréfi, skal senda á netfangið nia@ni.is eða á heimilisfang Náttúrufræðistofnunar Íslands, Akureyrarsetur, Borgir við Norðurslóð, 600 Akureyri. Umsóknarfrestur er til 2. júní 2017.

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum stéttarfélaga opinberra starfsmanna við fjármálaráðuneytið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Við ráðningar í störf hjá Náttúrufræðistofnun Íslands er tekið mið af jafnréttisstefnu stofnunarinnar.

 

Sérfræðingur í sameindafræði til svepparannsókna

Náttúrufræðistofnun Íslands óskar eftir að ráða sérfræðing í sameindafræði til svepparannsókna, einkum á myglusveppum innanhúss, við stofnunina á Akureyri þar sem starfsþjálfun fer fram.

Starfið felur í sér:

 • Rannsóknir og greiningar á smásjársýnum af myglusveppum úr byggingum
 • Þróun á sameindafræðilegum aðferðum til greiningar á myglusveppum

Menntun og hæfniskröfur:

 • Háskólapróf í líffræði, líftækni eða sambærilegum greinum.
 • Reynsla af sameindafræðilegum rannsóknum nauðsynleg
 • Reynsla af vinnu með smásjá æskileg
 • Lipurð í mannlegum samskiptum og ritfærni

Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðmundur Guðmundsson, forstöðumaður Safna- og flokkunarfræðideildar (gg@ni.is), í síma 590 0500. Umsókn, ásamt ítarlegri starfsferilsskrá og kynningarbréfi, skal senda á netfangið nia@ni.is eða á heimilisfang Náttúrufræðistofnunar Íslands, Akureyrarsetur, Borgir við Norðurslóð, 600 Akureyri. Umsóknarfrestur er til 2. júní 2017.

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum stéttarfélaga opinberra starfsmanna við fjármálaráðuneytið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Við ráðningar í störf hjá Náttúrufræðistofnun Íslands er tekið mið af jafnréttisstefnu stofnunarinnar.

 

Öll laus störf eru auglýst á Starfatorgi.

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

 • Fela
 • |