Frjómælingar í júlí

Heildarfjöldi frjókorna á Akureyri var 1948 frjó/m3 eða talsvert yfir meðaltali 1998–2020 sem er 898 frjó/m3. Frjókorn voru samfellt í lofti allan mánuðinn og voru flest 31. júlí, 376 frjó/m3. Síðustu 14 dagana í júlí fór fjöldi frjókorna sex sinnum yfir 100 frjó/m3. Langflest frjókorna voru grasfrjó, 1748 frjó/m3, en meðaltal þeirra í júlí er 668 frjó/m3. Þau fóru hæst í 372 frjó/m3 þann 31. júlí. Flest grasfrjóin, eða tæp 78%, mældust seinni hluta júlímánaðar. Áfram má búast við grasfrjóum í lofti í ágústmánuði ef veðurskilyrði eru þeim hagstæð. Súrufrjó mældust aðallega fyrstu tvær vikurnar í júlí og fóru hæst í 12 frjó/m3 þann 7. júlí. Heildarfjöldi súrufrjóa var 36 frjó/m3, næstflest á eftir grasfrjóum. Minna mældist af öðrum tegundum frjókorna.

Heildarfjöldi frjókorna í júlí í Garðabæ var 847 frjó/m3, en meðaltalið fyrir júlí er 954 frjó/m3. Frjó mældust alla daga mánaðarins en lítið var um háar frjótölur. Í upphafi mánaðarins fór frjótalan í 108 frjó/m3 og þann 28. júlí mældust 204 frjó/m3.  Langflest frjókornanna í júlí voru grasfrjó, 651 frjó/m3, aðeins undir meðaltalinu sem er 672 frjó/m3. Þau voru tæp 77% allra frjókorna í júlí. Flest grasfrjó mældust 28. júlí eða 193 frjó/m3. Grasfrjó geta mælst í ágúst í töluverðu magni ef veðurskilyrði eru þeim hagstæð. Súrufrjó voru næstalgengust á eftir grasfrjóum, eða 36 frjó/m3. Þau mældust flesta daga og fóru hæst í 6 frjó/m3 þann 29. júlí. Af öðrum frjókornum mældist minna.

Búast má við áframhaldandi grasfrjóum í lofti í ágúst, sjá frjókornaspá.

Fréttatilkynning um frjómælingar júlí 2021 (pdf)

Nánar um frjómælingar