Frjómælingar í júlí – heildarfjöldi frjókorna aldrei verið lægri

Júlímánuður var fremur kaldur bæði á Akureyri og í Reykjavík og magn frjókorna aldrei verið minna frá því mælingar hófust.

Á Akureyri mældust grasfrjó í lofti alla daga júlímánaðar, utan tvo, alls 328 frjó/m3 en meðaltal áranna 1998 til 2021 er 942 frjó/m3 og 1215 frjó/m3 síðustu tíu ára. Heildarfjöldi frjókorna í Garðabæ reyndist 428 frjó/m3 en meðaltal júlímánaðar er 944 frjó/m3.

Langflest frjókornanna voru grasfrjó en frjótíma grasa er ekki lokið en mun að öllum líkindum ljúka í ágúst, sjá frjókornaspá.

Fréttatilkynning um frjómælingar í júlí 2022 (pdf)

Nánar um frjómælingar