Frjómælingar

SJÁLFVIRKUR FRJÓKORNAMÆLIR Á AKUREYRI

BIRKIFRJÓGRASFRJÓFRJÓKORNASPÁ

Tímamörk

Langtímaverkefni frá árinu 1988. Mælingar fara fram í apríl til september ár hvert.

Um verkefnið – Markmið og verkþættir

Meginmarkmið verkefnisins er

  • að mæla magn frjókorna í andrúmslofti og greina þau til tegunda.
  • að birta vikulega niðurstöður mælinga um birki- og grasfrjókorn en það eru þær tegundir sem helst valda ofnæmi á Íslandi.

Náttúrufræðistofnun Íslands hefur um árabil mælt fjölda frjókorna í andrúmslofti og greint þau til tegunda með það að markmiði að afla upplýsinga um magn og tegundafjölbreytni. Upplýsingarnar nýtast meðal annars þeim sem haldnir eru ofnæmi. Árlega er uppfært frjóalmanak sem gefur vísbendingar um hvenær búast má við frjókornum í lofti og yfir sumartímann eru vikulega gefnar út niðurstöður mælinga á fjölda birki- og grasfrjókorna, sem eru þau frjókorn á Íslandi sem helst valda ofnæmi. Einnig fást upplýsingar um breytingar á blómgunartíma plantna með breyttu veðurfari. Vísbendingar eru um að meðal annars birki og grös blómgist fyrr núna en um aldamótin síðustu.

Vöktun frjókorna fer fram með frjógildrum. Þær  eru tvær og eru staðsettar á þökum Náttúrufræðistofnunar, önnur í Urriðaholti í Garðabæ og hin á Borgum á Akureyri.

Frjógildran er „Burkard Seven Day volumetric spore trap“ . Í gegnum hana sogast 10 lítrar af lofti á mínútu, 14400 lítrar á sólarhring, sem samsvarar því sem maður í hvíld andar að sér.

Agnir í loftinu (sót, frjókorn, ryk, sveppgró) festast á fituborinn strimil (trapping surface) sem er utan um hjól. Hjólið snýst einn hring á viku, færist um 2 mm á klukkustund og agnirnar sogast inn um rauf (orifice). Vikulega er strimlinum skipt út og honum skipt niður á 7 smásjárgler og talin öll þau frjókorn sem hafa límst á hann á tveggja tíma fresti. Síðan er fundin mælieiningin: frjótala = fjölda frjókorna í rúmmetra andrúmslofts á sólarhring. Allar niðurstöður mælinga hjá Náttúrufræðistofnun og á flestum öðrum stöðum eru birtar sem „Frjótala“.

Á höfuðborgarsvæðinu hafa frjókorn verið mæld samfellt frá árinu 1988. Lengst af var gildran staðsett í mælireit Veðurstofu Íslands í Reykjavík en var flutt í Garðabæ vorið 2011. Á Akureyri hafa frjókorn verið mæld samfleytt frá árinu 1998.

Nánari upplýsingar

Frjókorn og ofnæmisvaldar

Samantekt frjómælinga

Frjókornaspá

Vikulegar mælingar yfir sumartímann: BIRKIFRJÓ - GRASFRJÓ

Samantekt frjómælinga yfir sumarmánuðina og fyrri ár

Frjóalmanak

Frjófréttir eru birtar með öðrum fréttum á vefnum og á Facebook síðu Náttúrufræðistofnunar.

European Pollen Information

Niðurstöður

Przedpelska-Wasowicz, E.M., P. Wasowicz, A.Ó. Áskelsdóttir, E.R. Guðjohnsen og M. Hallsdóttir 2021. Characterization of pollen seasons in Iceland based on long-term observations: 1988–2018. Aerobiologia (2021). https://doi.org/10.1007/s10453-021-09701-y

Margrét Hallsdóttir 2007. Frjótími grasa á Íslandi. Náttúrufræðingurinn 75(2–4): 107–114.

Tengiliðir

Ellý R. Guðjohnsen og Ewa Maria Przedpelska-Wasowicz, líffræðingar.