Hrafnaþing: Ojjj! Vísindaferð á átta fótum

Á Hrafnaþingi miðvikudaginn 7. desember, mun Ingi Agnarsson prófessor í dýrafræði við Háskóla Íslands flytja erindið „Ojjj! Vísindaferð á átta fótum“.

Í fyrirlestrinum fjallar Ingi í stórum dráttum um rannsóknir sínar á köngulóm. Hann segir frá ferðum sínum um heiminn til að 1) kanna félagslegar köngulær og samvinnuhegðun hjá köngulóm, 2) kanna líffræðilegan fjölbreytileika og líflandafræði köngulóa með áherslu á stórt samanburðarverkefni í Karíbahafinu og 3) rannsaka líffræði kóngulóarsilkis og erfðafræði sem færir okkur nær því að geta framleitt köngulóarsilki, eða lík efni, á rannsóknarstofu.

Útdráttur úr erindinu

Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6–8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð. Því er jafnframt streymt á Youtube-rás stofnunarinnar.

Allir velkomnir!