Rúmlega 42 ára gömul stuttnefja slær Evrópumet

Á dögunum var endurheimt stuttnefja í Eyjafirði sem merkt hafði verið í Noregi árið 1984 og þá aldursgreind sem 3 ára eða eldri. Hún var því að lágmarki orðin tæplega 43 ára, sem er evrópskt aldursmet og mögulega heimsmet. Fyrra met átti 30 ára gömul norsk stuttnefja en elsta íslenska merkta stuttnefjan varð að minnsta kosti 27 ára.

Náttúrufræðistofnun Íslands hefur umsjón með fuglamerkingum á Íslandi.