Fuglamerkingar

Tilkynna merktan fugl

Ef þú finnur merktan fugl vinsamlega tilkynntu það til Náttúrufræðistofnunar Íslands í tölvupósti á netfangið fuglamerki@ni.is eða í síma 5900500. Þeim sem tilkynna um merktan fugl eru sendar um hæl upplýsingar um hvar og hvenær fuglinn var merktur, aldur hans og fjarlægð frá merkingastað.

Upplýsingar sem þurfa að koma fram:
- Númer á merkinu (og merkingastöð)
- Hvaða fuglategund (ekki nauðsynlegt, ef þú ert ekki viss)
- Hvar fannst fuglinn
- Hvenær fannst fuglinn
- Hvernig var fuglinn (t.d. nýdauður, bara fótur með merki fannst o.s.frv.)
- Finnandi (nafn, netfang, heimilisfang, sími)

Tímamörk

Fuglamerkingar hafa verið stundaðar á Íslandi frá 1921 og frá árinu 1932 hefur Náttúrufræðistofnun Íslands haft umsjón með þeim.

Samstarfsaðilar

Fuglamerkingarmenn um allt land eru mikilvægir samstarfsaðilar, sem og allir þeir sem finna fuglamerki og skila þeim til stofnunarinnar.

Um verkefnið – Markmið og verkþættir

Merkingar eru mikilvæg aðferð við rannsóknir á fuglum. Með merkingum má fá upplýsingar um ferðir fugla innanlands og ferðalög milli landa. Þá eru merkingar á ungum oft eina leiðin til að komast að því hve fuglar ná háum aldri eða hvenær þeir verða kynþroska og fara að verpa. Loks geta merkingar gefið ýmsar aðrar stofnvistfræðilegar upplýsingar, svo sem um dánartíðni, dánarorsakir, aldursdreifingu í stofni, stofnstærð og fleira.

Náttúrufræðistofnun Íslands ber samkvæmt lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum nr. 64/1994 að sjá um fuglamerkingar og hefur ein heimild til að láta merkja villta fugla á Íslandi. Henni ber að tryggja að grunngögn séu flokkuð á samræmdan hátt og endurfundir aðgengilegir til rannsókna.

Fuglamerkingarmenn hafa fengið tilskilin merkingarleyfi og skila gögnum um merkingar árlega til Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Öllum sem finna merkta fugla er skylt að skila merkinu til Náttúrufræðistofnunar Íslands. Þetta á við hvort sem um er að ræða íslenskt merki eða erlent. Merkta fugla má senda á heimilisfang stofnunarinnar í Garðabæ og hafa má samband vegna fuglamerkja í tölvupóst á fuglamerki@ni.is eða í síma 5 900 500.

Fuglamerki eru margvísleg allt frá einföldum númeruðum merkjum úr málmi upp í hátæknibúnað eins og gervihnattasenda. Hefðbundnar merkingar byggjast á málmmerki með ágröfnu númeri sem er einstakt fyrir hvern fugl og heimilisfangi merkingarstöðvar. Hér á landi má aðeins nota málmmerki frá Náttúrufræðistofnun Íslands á villta fugla.

Við sérstakar rannsóknir eru oft notaðir ágrafnir plasthringir á háls eða fætur, til dæmis á gæsir og álftir. Þeir geta verið mismunandi að lit og með kóða með einum til fjórum bók- eða tölustöfum sem eru einstakir fyrir hvern fugl. Ýmis tæki hafa verið notuð til að fylgjast með ferðum fugla, til dæmis radíósendar, gervitunglasendar og dægurritar („geolocators“).

Eyðublöð fyrir merkingarmenn

Eyðublað fyrir merkingaskýrslu (excel, vistið skjalið)

Eyðublað fyrir endurheimtu merkis (excel, vistið skjalið)

Eyðublað listi yfir endurheimtur (excel, vistið skjalið)

Nánari upplýsingar

Fuglamerkingaleyfi

Fuglar

Samantekt niðurstaðna

Fuglamerkingar 2021 (pdf)

Fuglamerkingar 2020 (pdf)

Fuglamerkingar 2019 (pdf)

Fuglamerkingar 2018 (pdf)

Fuglamerkingar 2017 (pdf)

Fuglamerkingar 2016 (pdf)

Fuglamerkingar 2015 (pdf)

Fuglamerkingar 2014 (pdf)

Fuglamerkingar 2013 (pdf)

Fuglamerkingar 2012 (pdf)

Fuglamerkingar 2011 (pdf)

Fuglamerkingar 2010 (pdf)

Eldri skýrslur um fuglamerkingar á Íslandi

Tengiliður

Guðmundur A. Guðmundsson, dýravistfræðingur.