Asksveppir (Ascomycota)

Description

Fylkingin Ascomycota, asksveppir, er stærsta fylking svepparíkisins með 64.163 tegundir árið 2008. Í henni eru sveppir sem æxlast kynjað og framleiða þau gró sín í stórri frumu sem heitir askur og fylkingin dregur nafn sitt af, en einnig vankyns sveppir sem áður voru flokkaðir sér. 

Disksveppir, skjóðusveppir, hnoðeskingar, gersveppir, vendlar og megnið af fléttum og fléttuháðum sveppum eru asksveppir.

Author

Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir 18. desember 2017

Biota