Fréttir


Fleiri fréttir

Fjöruspói (Numenius arquata)

Nokkur dulúð hvílir yfir fjöruspóum hér á landi en þeir hafa sést hér reglulega á veturna á sömu slóðum um langa hríð. Uppruni þeirra fugla er óljós. Jafnframt hafa fjöruspóar orpið á NA-landi og SA-landi og e.t.v. víðar. Álitamál er hversu reglulegt það varp er en pörin geta varla verið mörg og er varpstofninn talinn innan við 50 kynþroska einstaklingar. Samkvæmt þessu ætti fjöruspói að flokkast sem tegund í bráðri hættu á válista fugla.

Lesa meira