Fréttir


Fleiri fréttir

Rauðbukkur (Pyrrhidium sanguineum)

Rauðbukkur er fágætur slæðingur á höfuðborgarsvæðinu, einnig í Holtum og á Akureyri. Hann hefur borist til Íslands með timburvörum, einkum með viði sem klæddur er berki. Koma arinkubbar þar gjarnan við sögu. Þeir hafa gjarnan dúkkað upp í byrjun árs. Rauðbukkur er auðþekktur frá öðrum trjábukkum á afar sérstökum og fallegum rauðum lit á hálsskildi og skjaldvængjum. Kviðurinn er hins vegar svartur, einnig fálmarar og fætur. Hann er frekar flatvaxinn.

Lesa meira