Fréttir


Fleiri fréttir

Álka (Alca torda)

Álka verpur við norðanvert Atlantshaf og verpur meirihluti stofnsins á Íslandi. Hún er staðfugl að mestu en eitthvað af fuglum leitar til Bretlandseyja og Norðursjávar á vetrum. Álkustofninn hefur sveiflast mikið undanfarin ár en í heildina hefur hann minnkað og er álka því flokkuð sem tegund í yfirvofandi hættu á válista fugla. Þar sem meirihluti af álkum heimsins verpur á Íslandi, var tegundin sett á heimsválista og evrópskan válista sem tegund í yfirvofandi hættu vegna neikvæðrar stofnþróunar hér á landi.

Lesa meira