Fréttir


Fleiri fréttir

Svartbakur (Larus marinus)

Svartbakur verpur beggja vegna Atlantshafs. Hér verpur hann með ströndum allt í kringum land og sums staðar meðfram ám og vötnum inn til landsins, jafnvel á hálendinu. Helstu varpsvæðin eru við sunnanverðan Breiðafjörð og á Mýrum. Svartbaki hefur fækkað mikið víðast hvar á landinu og hefur sú þróun staðið yfir um áratugaskeið. Margar byggðir hafa lagst af og nánast alls staðar þar sem fjöldi varppara hefur verið metinn eða talinn hefur fuglunum fækkað mikið. Svartbakur er flokkaður sem tegund í hættu á válista fugla.

Lesa meira