Fréttir


Fleiri fréttir

Giljaflækja (Vicia sepium)

Giljaflækja er fremur sjaldgæf jurt sem vex nær eingöngu á Suðurlandi, einkum undir Eyjafjöllum og í Mýrdal. Hún líkist umfeðmingi en þekkist á legglausum eða stuttleggjuðum og miklu blómfærri klösum með ljósari blómum, smáblöðin snubbótt í endann með hárfínum broddi. Giljaflækja greinist frá baunagrasi á smærri og blárri blóm, fleiri og mjórri smáblöð. Hún flokkast sem tegund í nokkurri hættu á válista æðplantna þar sem vaxtarsvæði tegundarinnar er takmarkað, u.þ.b. 10 km2.

Lesa meira