Fréttir


Fleiri fréttir

Klettaburkni (Asplenium viride)

Klettaburkni er mjög sjaldgæfur. Hann hefur fundist á fremur fáum stöðum á austanverðu landinu frá Höfuðreiðarmúla við Reykjaheiði í norðri til Fagurhólsmýrar í suðri. Til skamms tíma var aðeins vitað um klettaburknann á nokkrum stöðum suðaustanlands en síðan fannst hann á fáeinum stöðum norðanlands, sumir þessara staða fóru undir hraun í Leirhnjúksgosinu. Stofninn er talinn lítill og telur færri en 1000 fullþroska einstaklinga auk þess sem vaxtarsvæði tegundarinnar er takmarkað. Klettaburkni flokkast sem tegund í nokkurri hættu á válista æðplantna.

Lesa meira