Fréttir


Fleiri fréttir

Snæugla (Bubo scandiacus)

Snæugla er hánorræn tegund sem verpur á túndrum umhverfis norðurhvel jarðar. Hún er árlegur gestur hér á landi og fáein pör hafa orpið hér öðru hverju frá því um 1930. Vegna þess hversu fáliðaður stofninn er hér á landi ætti hann að teljast í bráðri hættu en þar sem miklar líkur eru á landnámi snæuglu og að hér er aðeins um 1% af Evrópustofninum er hún flokkuð sem tegund í nokkurri hættu á válista fugla.

Lesa meira