Fréttir


Fleiri fréttir

Húsamús (Mus musculus)

Húsamús hefur breiðst út víða fyrir tilstuðlan mannsins og finnst í öllum heimsálfum utan Suðurskautslandsins. Hún kom hingað með mönnum á fyrstu öldum Íslandsbyggðar og líklega af og til síðan. Stofnstærð húsamúsa hér á landi er óþekkt en hún er víða algeng og viðkoma er mikil því húsamúsin tímgast allt árið og verður snemma kynþroska. Húsamúsin er víða algeng og útbreidd og engin merki um hnignun í stofninum. Hún flokkast því sem tegund sem ekki er í hættu á válista spendýra.

Lesa meira