Fréttir


Fleiri fréttir

Tjaldur (Haematopus ostralegus)

Tjaldur verpur víða í Evrópu og Asíu og er hér allalgengur og útbreiddur. Hann er að mestu farfugl, en nokkur þúsund fuglar dvelja hér á vetrum, og þá að langmestu leyti við Breiðafjörð, Faxaflóa og í Hornafirði. Tjaldur er láglendistegund sem finnst með ströndum og við ár og vötn umhverfis allt land. Vísitölur frá vetrarstöðvum NV-Evrópu sýna stöðuga fækkun tjalda síðustu 30 árin og þó vetrarfuglatalningar Náttúrufræðistofnunar sýni ekki viðlíka fækkun þá er tjaldurinn farfugl og því flokkaður sem tegund í nokkurri hættu á válista fugla.

Lesa meira