Köngulær (Araneae)

In General

Köngulær hafa tvískiptan líkama, þar sem höfuð og frambolur eru óaðskilin og mynda oftast harðan frambol sem grannt mitti tengir við mjúkan afturbol. Augu eru oftast átta, stundum færri, og staðsett fremst á frambol. Par klóskæra er staðsett fremst á frambol og í þeim eru eiturkirtlar. Undir þeim eru síðan flóknir munnlimir, þar á meðal þreifarar sem á karldýrum gegna hlutverki kynfæra. Aftast á afturbol eru þrjú pör af spunavörtum en úr þeim kemur silki sem köngulærnar spinna úr veiðivef. Kynop kvendýra er framarlega neðan á afturbol. Í heiminum eru þekktar um 44.000 tegundir, á Íslandi 91 tegund auk slæðinga.

Author

Erling Ólafsson 16. nóvember 2015

Biota