Þúsundfætlur (Diplopoda)

In General

Þúsundfætlur hafa langan og mjóan, margliðskiptan og sívalan bol. Á kúlulaga höfði hafa þær tvær þyrpingar af allmörgum smáaugum, tvo stutta fálmara og tvo kjálka sem vita niður. Frambolur er stuttur, gerður úr fjórum einföldum liðum, þeir þrír öftustu með einu fótapari hver. Afturbolur er langur og er fjöldi liða afar breytilegur eftir tegundum. Þúsundfætlur einkennast af því að á hverjum liðanna eru tvö pör fóta. Í heiminum eru um 12.000 tegundir þekktar. Margfætlur í Evrópu skiptast í 9 ættbálka og 49 ættir. Aðeins 2 ættbálkar og 3 ættir finnast á Íslandi, alls 10 tegundir. Þúsundfætlur eru því einkar fáskrúðugar á Íslandi.

Author

Erling Ólafsson 16. nóvember 2015

Biota