Valartvífætlur (Julida)

In General

Valartvífætlur einkennast af því að bolurinn er langur, jafnbreiður fram og aftur, því sem næst sívalur, plötur bolhringja, þ.e. bakplata, hliðarplötur og kviðplata, alveg samvaxnar og ávalar allan hringinn og gerir það bolinn valarlaga. Bollengdin er breytileg, frá 5-40 mm. Kvendýr hafa að jafnaði fleiri bolhringi og fótapör en karldýr. Sumar tegundir eru ljósar aðrar dökkar. Frá og með 6. bollið eru eiturkirtlar sem opnast út um hliðarplöturnar og mynda rauða til rauðbrúna dropalaga díla. Fætur eru stuttir og vart sýnilegir ofan frá. Bæði fótapörin á 7. lið mynda kynfæri karldýranna og eru kynlimirnir ýmist sýnilegir eða faldir þegar ekki í notkun. Á höfði eru oft tveir langir ennisburstar. Punktaugu liggja ýmist í einni röð eða mynda rúnnaðan eða þríhyrndan augnflekk. Sumar eru blindar. Fálmarar stuttir, gerðir úr sex liðum. Hálsskjöldur er stór og hylur að hluta bæði höfuð og fremstu bakplötu.

Valartvífætlur skiptast í 16 ættir og hefur um 750 tegundum þeirra verið lýst. Þrjá ættanna eiga fulltrúa á Norðurlöndum og eru tegundir þeirra 29 talsins.Sjö ættanna eiga fulltrúa í Evrópu og eru þar alls um 570 tegundir skárðar sem er harla há tala miðað við tegundafjöldann í heiminum. Á Norðurlöndum eru ættirnar aðeins þrjár og tegundirnar 29 á skrá. Enn lækkar talan þegar horft er til Íslands, tvær ættir og alls sjö tegundir.

Author

Erling Ólafsson 24. janúar 2017.

Biota