Parketlúsarætt (Psyllipsocidae)

In General

Ættin finnst um veröld víða, 41 tegund er þekkt í 5 ættkvíslum. Í Evrópu eru aðeins 5 tegundir skráðar í 3 ættkvíslum, 2 tegundir á Norðurlöndum.

Litlar ryklýs (1,5-2 mm) sem koma fyrir með þrem mismunandi vængformum, með langa, stutta eða litla rýra vængi. Höfuð er langt og veit niður og er breitt á milli lítilla augna. Fætur eru langir og grannir, afturfætur greinilega lengri en egglaga þykkur afturbolurinn.

Ryklýs þessar lifa innanhúss á okkar slóðum, í rökum rýmum í baðherbergjum og kjöllurum. Nærast á myglusveppum og gróum þeirra.

Á Íslandi finnast tvær tegundir, þær sömu og á öðrum Norðurlöndum, í húsum.

Author

Erling Ólafsson 10. febrúar 2017.

Biota