Fjölfætlur (Myriapoda)

In General

Fjölfætlur mynda undirfylkinguna Myriapoda. Eins og heitið bendir til hafa fjölfætlur fjölda fóta, mun fleiri en skordýr og áttfætlur. Fjölfætlur hafa greinilegt höfuð með fálmurum, bitmunni og smáaugum sem ýmist eru stök eða í þyrpingum. Bolurinn er langur, mjór og margliðskiptur, þar sem liðirnir eru hver öðrum líkir og eitt eða tvö fótapör á hverjum lið. Í heiminum eru yfir 13.000 tegundir þekktar. Fjórir flokkar fjölfætlna finnast á Íslandi.

Author

Erling Ólafsson 30. ágúst 2016

Biota