Nagdýr (Rodentia)

In General

Nagdýr er langstærsti ættbálkur spendýra (Mammalia) eða um 42% allra spendýrategunda. Yfirleitt eru nagdýr smágerð, þau vega flest innan við 100g og hafa svipaða líkamsbyggingu. Öll nagdýr eru með tvær framtennur í hvorum gómi, svokallaðar nagtennur, sem eru rótopnar og vaxa alla ævi. Sumar nagdýrategundir lifa í nánu sambýli við manninn en önnur skipa stóran sess í vistkerfum hvað varðar hringrás næringarefna, dreifingu frjókorna og sem fæða rándýra og ránfugla.

Fjórar tegundir nagdýra finnast á Íslandi en þær hafa allar komið til landsins með tilstuðlan mannsins. Hér er fjallað um tvær tegundir nagdýra sem hafa dvalið á Íslandi allt frá landnámi.

Author

Ester Rut Unnsteinsdóttir október 2018

Biota