Rándýr (Carnivora)

In General

Rándýr (Carnivora) er afar fjölbreyttur ættbálkur spendýra bæði hvað varðar stærð og lifnaðarhætti. Þau eiga það þó sameiginlegt að tennur þeirra eru sérhannaðar til að klippa og skera fæðuna. Þau eiga erfitt með að tyggja því kjálkar þeirra hreyfist ekki til hliðanna heldur opnast og lokast til að skurðtennurnar mætist rétt. Meltingarfærin eru einföld, maginn er eitt hólf og garnirnar hlutfallslega stuttar. Rándýr hafa háþróuð skynfæri, sérstaklega góða heyrn og lyktarskyn, og sum þeirra hafa einnig góða sjón. Rándýr finnast í hinum ýmsu búsvæðum bæði á landi og sjó. Sum eru einfarar en aðrar lifa í flóknu samfélagi skyldra einstaklinga. Stærð og líkamlegar aðlaganir rándýra eru fjölbreytileg og sum eru staðbundin meðan önnur ferðast langar vegalengdir til að afla fæðu og finna sér maka.

Vitað er um 13 tegundir rándýra sem fundist hafa í íslenskri náttúru. Þar af eru fimm sem lifa á landi og átta sem skilgreind eru sem sjávarspendýr.

Hér er fjallað um rándýr sem dvelja á eða við Ísland að staðaldri.

Author

Ester Rut Unnsteinsdóttir október 2018

Biota