Kjarrhveiti (Elymus alopex)

Distribution

Sjaldgæft, algengast í innsveitum Suður-Þingeyjarsýslu (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Habitat

Birkiskógar og hrísmóar.

Description

Hávaxin grastegund (40–90 sm) með löngu, grænu eða blámenguðu axi. Blómgast í júlí.

Blað

Blöðin breið, 4–10 mm, hærð á efra borði, slíðurhimna engin (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Axið 6–12 sm langt. Axið grænt eða blámengað. Smáöxin oftast þríblóma, það efsta ófrjótt. Axagnir 10–20 mm langar, lensulaga með langa týtu í endann, gis- og stutthærðar með þrem til sex upphleyptum taugum. Neðri blómögn með týtu sem er töluvert lengri en ögnin (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Aldinið er hneta þar sem fræskurn og aldinhýði er runnið saman í eitt (Lid og Lid 2005).

Greining

Líkist bláhveiti en þekkist á axögnunum og lengri týtum.

Distribution map

Images

Author

Hörður Kristinsson 2007

Birkiskógar og hrísmóar.

Biota

Tegund (Species)
Kjarrhveiti (Elymus alopex)