Snæugla (Bubo scandiacus)

Útbreiðsla

Snæugla er hánorræn tegund sem verpur á túndrum umhverfis norðurhvel jarðar.

Stofnfjöldi

Snæugla er árlegur gestur hér á landi og fáein pör hafa orpið hér öðru hverju frá því um 1930. Þekkt eru um 10 örugg varpóðul og sterkur grunur er um varp á fimm til sex stöðum að auki  (Náttúrufræðistofnun Íslands, óbirt gögn). Sum óðul hafa stundum verið í notkun árum og jafnvel áratugum saman en á öðrum er aðeins vitað um eina varptilraun. Eitt til tvö hreiður hafa fundist nær árlega á Vestfjörðum síðan 2008.

Válistaflokkun

VU** (í nokkurri hættu)

ÍslandEvrópuválistiHeimsválisti
VU** LC VU

Forsendur flokkunar

Kynslóðalengd (IUCN): 7,77 ár
Tímabil sem mat miðast við (3 kynslóðir): 2001-2024

Mjög fáar snæuglur verpa hér og ætti því stofninn að teljast í bráðri hættu (CR, <50 kynþroska einstaklingar). Hér er hún færð niður um tvo flokka samkvæmt leiðbeiningum IUCN enda miklar líkur á landnámi hennar hér og eins er vart hægt að tala um einangraðan stofn sem að auki er <1% af Evrópustofni. Snæugla er því flokkuð sem tegund í nokkurri hættu (VU).

Viðmið IUCN: (D)

D. Stofn mjög lítill eða takmarkaður.

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2000: Snæugla var flokkuð sem tegund í bráðri hættu (CR).

Válisti 2018: Snæugla var flokkuð sem tegund í nokkurri hættu (VU).

Verndun

Snæugla er friðuð samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Mikilvæg svæði

IBA viðmið – IBA criteria:

A3: Biome restricted species (Arctic)

B2: Species of European conservation concern (categories 1−3)

Höfundur

Kristinn Haukur Skarphéðinsson maí 2017, júní 2018

Aldís Erna Pálsdóttir mars 2025

Ríki (Kingdom)
Dýr (Animalia)
Fylking (Phylum)
Seildýr (Chordata)
Flokkur (Class)
Fuglar (Aves)
Ættbálkur (Order)
Uglur (Strigiphormes)
Tegund (Species)
Snæugla (Bubo scandiacus)

English Summary

Bubo scandiacus is a very scarce breeder in Iceland with only a handful of pairs breeding annually. No IBAs are designated for this species.

Icelandic Red list 2025: Vulnerable (VU, D).