Viðurkenningar
Heiðursviðurkenning Náttúrufræðistofnunar Íslands
Náttúrufræðistofnun Íslands veitir heiðursviðurkenningar til einstaklinga fyrir ómetanlegt framlag til rannsókna og vöktunar á náttúru Íslands og fyrir að stuðla að heildstæðri lýsingu Íslands. Við val á einstaklingum er haft að leiðarljósi að sá sem heiðraður er sé ekki starfsmaður stofnunarinnar og að viðkomandi hafi lokið formlegum störfum. Viðurkenningarnar eru veittar á ársfundum stofnunarinnar og þeim fylgir útskorinn hrafn eftir Ragnhildi Magnúsdóttur, betur þekkt sem Ranka í Kotinu, en hrafninn er merki stofnunarinnar.
Dr. Arnþór Garðarsson, prófessor emerítus við Háskóla Íslands, hlaut heiðursviðurkenningu árið 2007 fyrir ómetanlegt framlag til rannsókna og vöktunar á náttúru Íslands og frumkvöðlastarf í verndun íslensks votlendis.
Hálfdán Björnsson, bóndi á Kvískerjum og náttúrufræðingur af Guðs náð, hlaut heiðursviðurkenningu árið 2009 fyrir ómetanlegt framlag til rannsókna á lífríki Íslands og dyggan stuðning við starfsemi Náttúrufræðistofnunar Íslands um sex áratuga skeið.
Dr. Agnar Ingólfsson, prófessor emerítus við Háskóla Íslands, hlaut heiðursviðurkenningu árið 2012 fyrir ómetanlegt framlag sitt til fugla- og fjörurannsókna.
Óskar J. Sigurðsson, vitavörður og veðurathugunarmaður á Stórhöfða, hlaut heiðursviðurkenningu árið 2018 fyrir langt og óeigingjarnt starf við fuglamerkingar og markvert framlag til fuglarannsókna.
Sverrir Thorstensen, kennari og áhugamaður um fugla, hlaut heiðursviðurkenningu árið 2024 fyrir nærri hálfrar aldar samstarf og ómetanlegt framlag til merkinga, rannsókna og vöktunar á íslenskum fuglum.
Gullmerki Náttúrufræðistofnunar Íslands
Gullmerki Náttúrufræðistofnunar Íslands er barmmerki með hrafninum, merki stofnunarinnar. Það er veitt einstaklingum sem hafa átt langt og farsælt starf á stofnuninni.
Bergþór Jóhannsson, 9. janúar 2004
Eyþór Einarsson, 9. janúar 2004
Matthildur Sigurðardóttir, 9. janúar 2004
Einar Gíslason, 16. október 2005
Hörður Kristinsson, 26. október 2007
Sveinn Jakobsson, 20. maí 2009
Helga Valdemarsson, 19. desember 2012
Kristbjörn Egilsson, 19. desember 2012
Sigrún Jónsdóttir, 11. apríl 2014
Sigurður H. Magnússon, 24. maí 2017
Emilía Ásgeirsdóttir, 14. desember 2018
Erling Ólafsson, 1. nóvember 2019
Jón Gunnar Ottósson, 30. nóvember 2020
Guðmundur Guðjónsson, 8. október 2021
Borgþór Magnússon, 28. febrúar 2022
Elínborg Þorgrímsdóttir, 31. maí 2022
Halldór G. Pétursson, 2. desember 2022
Lárus Þór Svanlaugsson, 14. desember 2023