
Líffræðileg fjölbreytni

Ný Náttúrufræðistofnun
Fyrstu frjókorn elris farin á flug
Fyrstu elritré landsins eru nú farin að blómstra, sem markar upphaf frjótímabils elris. Í sumum landshlutum eru blóm elris enn lokuð en á sólríkari stöðum eru þau þegar farin að opnast og því má búast við frjókornum í andrúmslofti á næstu dögum.
Alþjóðlegur dagur jökla
Í tilefni af alþjóðlegum degi jökla, sem haldinn er árlega þann 21. Mars, verður sýningin „Kynslóðir jökla“ opnuð í Loftskeytastöðinni í Reykjavík.
Flýtileiðir
Vöktun náttúruverndarsvæða og lykilþátta íslenskrar náttúru
Unnið er að því að setja á laggirnar heildstæða vöktunaráætlun á landsvísu til vöktunar náttúruminja á náttúruverndarsvæðum og öðrum svæðum sem eru undir álagi vegna ágangs ferðamanna. Áhersla er lögð á að vakta náttúrufarsþætti sem eru undirstaða náttúruverndargildis svæðanna, svo sem gróður, jarðminjar, fugla eða spendýr eftir því sem við á.
