Holdafar rjúpna er með ágætum
Holdafar rjúpna nú í haust er með ágætum. Ferillinn fyrir holdastuðul fullorðinna fugla stefnir upp á við og þeir eru í betri holdum en í fyrra.
Loftmyndir af eldgosi á Reykjanesi
Starfsmenn Náttúrufræðistofnunnar flugu mælingaflug yfir gosstöðvar 23. nóv til að mynda eldgosið sem hófst á Reykjanesi 20. nóvember síðast liðinn.
Flýtileiðir
Vöktun náttúruverndarsvæða og lykilþátta íslenskrar náttúru
Unnið er að því að setja á laggirnar heildstæða vöktunaráætlun á landsvísu til vöktunar náttúruminja á náttúruverndarsvæðum og öðrum svæðum sem eru undir álagi vegna ágangs ferðamanna. Áhersla er lögð á að vakta náttúrufarsþætti sem eru undirstaða náttúruverndargildis svæðanna, svo sem gróður, jarðminjar, fugla eða spendýr eftir því sem við á.