Tveir staðir á Íslandi á meðal hundrað merkra...
Á Alþjóðlegri jarðfræðiráðstefnu sem haldin var í Busan í Suður-Kóreu dagana 25. - 31. ágúst var kynntur nýr listi yfir hundrað jarðminjastaði á jörðinni og þar á meðal eru tveir staðir á Íslandi, Reykjanes og Vatnajökull.
Myglusveppir - Biðtími lengist
Vegna óviðráðanlegra orsaka og viðgerða á húsnæði Náttúrufræðistofnunnar á Akureyri mun greiningartími á myglusveppum lengjast. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Flýtileiðir
Vöktun náttúruverndarsvæða og lykilþátta íslenskrar náttúru
Unnið er að því að setja á laggirnar heildstæða vöktunaráætlun á landsvísu til vöktunar náttúruminja á náttúruverndarsvæðum og öðrum svæðum sem eru undir álagi vegna ágangs ferðamanna. Áhersla er lögð á að vakta náttúrufarsþætti sem eru undirstaða náttúruverndargildis svæðanna, svo sem gróður, jarðminjar, fugla eða spendýr eftir því sem við á.