
Líffræðileg fjölbreytni
Hrafnaþing: Ofnæmisvaldandi frjókorn á Íslandi
Á Hrafnaþingi miðvikudaginn 6. desember kl. 15:15–16:00, mun Ewa Maria Przedpelska-Wasowicz líffræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytja erindið „Allergenic Pollen in Iceland – Validating New Pollen Monitoring Systems and Exploring Experimental Possibilities“.
Útbreiðsla hæruburstar á Íslandi
Út er komin skýrslan „Útbreiðsla hæruburstar, Campylopus introflexus (Hedw.) Brid., á Íslandi – fyrsti áfangi“. Í henni er sagt frá rannsókn sem fram fór síðastliðið sumar í því skyni að safna ítarlegum upplýsingum um útbreiðslu hæruburstar á jarðhitasvæðum hér á landi og vistfræði tegundarinnar.
Flýtileiðir
Vöktun náttúruverndarsvæða og lykilþátta íslenskrar náttúru
Unnið er að því að setja á laggirnar heildstæða vöktunaráætlun á landsvísu til vöktunar náttúruminja á náttúruverndarsvæðum og öðrum svæðum sem eru undir álagi vegna ágangs ferðamanna. Áhersla er lögð á að vakta náttúrufarsþætti sem eru undirstaða náttúruverndargildis svæðanna, svo sem gróður, jarðminjar, fugla eða spendýr eftir því sem við á.
