Jarðminjaskráning

Jarðfræðingar stofnunarinnar skrá áhugaverðar eða sérstakar jarðminjar til að ná heildstæðu yfirliti um jarðfræðilega ferla og fyrirbæri, ásamt yfirliti um jarðsögu landsins. Jarðminjagrunnur Náttúrufræðistofnunar gegnir mikilvægu hlutverki í náttúruvernd, stjórnsýslu, fræðslu og ferðamennsku. Á skráningarforminu gefst almenningi tækifæri til að koma ábendingum um áhugaverðar jarðminjar til skila til stofnunarinnar.