Grænþörungar

Grænþörungar eru fjölbreyttur hópur sem að mestu er bundinn við vatn, bæði ferskt og sjó. Þeir finnast þó einnig þar sem raki er í jarðvegi eða á skuggsælum stöðum á klettum. Þeir eru algengir í lækjum og tjörnum og mynda þar stundum slý en koma einnig fyrir í svifi og eru það einkum tegundir grænþörunga sem eru einfrumungar eða sem mynda sambýli. Kransþörungar eru oft taldir til grænþörunga en þeir eru botnfastir með vaxtarlag sem minnir á landplöntur enda oft taldir skyldastir landplöntum. Grænþörungar eru ekki náttúrulegur hópur en talið er að eiginlegir grænþörungar (Chlorophyceae) hafi skilist frá öðrum plöntum fyrir u.þ.b. 1 milljarði ára. Okþörungar (Zygnematales) og djásnþörungar (Desmidiales) ásamt kransþörungum (Charales) eru hins vegar skyldari landplöntum og skildust síðar frá þeim.

Grænþörungar eru án eiginlegra róta, blaða og stilks nema hvað kransþörungar hafa stilka sem um margt minna á elftingar. Flestir grænþörungar eru einfrumungar sem þó mynda oft sambýli sem geta myndar skorpur, himnur eða þræði. Þó eru til tegundir grænþörunga sem eru fjölfruma eins og t.d. maríusvunta.

Á Íslandi hafa verið skráðar um 450 tegundir af grænþörungum.

Listi yfir vatna- og landþörunga er í Fjölriti Náttúrufræðistofnunar nr. 48, 2007, Þörungatal (pdf).

Listi yfir grænþörunga í sjó á vefnum Flóra Íslands.