Vísindavaka

Vísindavaka er haldin samtímis í helstu borgum Evrópu undir heitinu Researcher‘s Night og er verkefnið styrkt af Evrópusambandinu. Markmiðið er að færa vísindin nær almenningi, kynna manneskjurnar á bak við vísindin og vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi rannsókna- og vísindastarfs í nútímasamfélagi.

Rannsóknamiðstöð Íslands (RANNÍS) hefur staðið fyrir Vísindavöku hér á landi árin 2005–2013 og aftur frá árinu 2018. Náttúrufræðistofnun Íslands tekið þátt í henni frá árinu 2006. Í tengslum við þátttöku stofnunarinnar hafa verið gefnir út bæklingar með ítarefni um umfjöllunarefni í náttúrufræði hverju sinni ásamt fræðslu fyrir börn.