Skipurit
Náttúrufræðistofnun Íslands sameinaðist Landmælingum Íslands og Náttúrurannsóknamiðstöðinni við Mývatn 1. júlí 2024 með lögum nr. 54/2024. Nafn nýrrar stofnunar er Náttúrufræðistofnun.
Nýtt skipurit er á www.natt.is og www.natturufraedistofnun.is, lénum nýrrar stofnunar. Unnið er að nýjum vef en þangað til er bent á vefi Náttúrufræðistofnunar Íslands, Landmælinga Íslands og RAMÝ.
Náttúrufræðistofnun Íslands er skipt í fjögur svið; tvö kjarnasvið sem endurspegla meginhlutverk stofnunarinnar eins og þau eru mótuð í lögum, stefnumótun og starfi og tvö stoðsvið sem fela í sér verkefni sem ganga þvert á kjarnastarfsemina. Að auki eru teymi sem vinna að ákveðnum verkefnum til lengri eða skemmri tíma, þvert á svið.

Framkvæmdastjórn er skipuð forstjóra og sviðsstjórum. Forstjóri er Eydís Líndal Finnbogadóttir.
Svið
Rannsóknir og vöktun
Svið rannsókna og vöktunar er vettvangur vísindalegra rannsókna á náttúru Íslands í dýrafræði, grasafræði og jarðfræði. Meðal verkefna eru:
- Kerfisbundin skráning og rannsóknir á íslenskri náttúru
- Kortlagning líffræði og jarðfræði
- Vöktun lykilþátta íslenskrar náttúru
- Umsjón fuglamerkinga
- Ýmsar þjónusturannsóknir
Sviðsstjóri er Sunna Björk Ragnarsdóttir
Vísindasöfn og miðlun
Svið vísindasafna og miðlunar er vettvangur vísindalegra rannsókna á náttúru Íslands í dýrafræði, grasafræði og jarðfræði og miðlun upplýsinga um náttúru landsins. Meðal verkefna eru:
- Kerfisbundin skráning og rannsóknir á íslenskri náttúru
- Varðveisla náttúrugripa, ritsmíða og annarra gagna í vísindalegum heimildasöfnum og gagnagrunnum
- Ráðgjöf við uppbyggingu sýningarsafna um náttúrufræði
- Miðlun þekkingar um íslenska náttúru til skóla, fjölmiðla og almennings
- Umsjón bókasafns, skjala- og ljósmyndasafns, vefs og útgáfu
- Kortagerð og landupplýsingar
Sviðsstjóri er Anna Sveinsdóttir
Náttúruvernd
Svið náttúruverndar fer með margvísleg verkefni sem ganga þvert á kjarnasviðin tvö og tengjast því hlutverki stofnunarinnar að stuðla að vernd náttúrunnar, viðhalda fjölbreytni og leiðbeina um skynsamlegra nýtingu auðlinda. Meðal verkefna eru:
- Ráðgjöf um hóflega nýtingu náttúrulegra auðlinda
- Ráðgjöf til ráðherra
- Umsagnir, svo sem um skipulagsmál og mat á umhverfisáhrifum framkvæmda
- Skráning náttúruminja og mat á verndargildi þeirra
- Umsjón með C-hluta náttúruminjaskrár
- Umsjón með válistum
- Alþjóðasamskipti
Sviðsstjóri er Snorri Sigurðsson
Rekstur
Rekstrarsvið heldur utan um málaflokka er varða daglegan rekstur stofnunarinnar. Þeir helstu eru:
- Fjármálastjórn
- Mannauður
- Umsjón með húsnæði, eldhúsi og móttöku
- Verkbókhald og vinnustund
- Rekstur tölvukerfis
Sviðsstjóri er Lilja Víglundsdóttir