Sveppagreiningar

Myglusveppir innanhúss

Náttúrufræðistofnun Íslands býður upp á greiningu á myglusveppum bæði fyrir almenning og fyrirtæki og fara greiningarnar fram á starfsstöð stofnunarinnar á Akureyri.

Símatími kl. 11-12 alla virka daga.

Þegar sýni eru send þarf að fylgja með sýninu eyðublað með nafni, kennitölu, netfangi og heimilisfangi þess sem greiðir fyrir þjónustuna og á að fá niðurstöðurnar sendar. Þegar verkbeiðnin og sýnið hefur verið móttekið fær sendandi staðfestingu um það.

Þegar almenningur sendir inn sýni, fær viðkomandi greiðsluupplýsingar frá stofnuninni í tölvupósti áður en kemur að greiningu sýnisins og eftir að greiðsla hefur borist inn á reikning Náttúrufræðistofnunar, ásamt kvittun á netfangið sveppagreiningar@ni.is, er sýnið greint og niðurstöður sendar í tölvupósti þegar þær liggja fyrir. Fyrirtæki fá sendan reikning fyrir útseldri vinnu.

Myglusýni úr húsum sem NÍ fær send til greiningar, eru eign þess aðila sem biður um greiningu og greiðir fyrir. Óheimilt er að afhenda sýni eða deila niðurstöðum greininga til þriðja aðila nema eigandi sýna óski skriflega eftir því.

Mikilvægt er að sýnið sé vel pakkað, til dæmis í plastpoka með rennilás. Athugið að sýnið skal senda á starfsstöð stofnunarinnar á Akureyri, Borgum við Norðurslóð, 600 Akureyri.

Sveppagreining er unnin samkvæmt gjaldskrá (sérfræðingur I), Náttúrufræðistofnunar og er reiknað með að það taki sérfræðing að minnsta kosti eina klukkustund að greina hvert sýni.

 

Nánari upplýsingar um sveppi og myglusveppi.