Myndasögur

Hér eru birtar tvær fræðslumyndasögur um líffræðilega fjölbreytni. Sú fyrri er inngangur að umfjöllunarefninu, líffræðilegri fjölbreytni. Í henni eru hugtökunum vistkerfi og líffræðileg fjölbreytni gerð skil og þau sett í samband við Ísland og heiminn í heild. Í seinni sögunni er rætt almennt um hvers vegna líffræðileg fjölbreytni heimsins er sögð standa í hnignun, hvernig hnignunin virkar í grunnatriðum og í hverju verðmæti líffræðilegrar fjölbreytni eru fólgin.

Myndasögurnar eru afrakstur verkefnis sem styrkt var af Nýsköpunarsjóði námsmanna en markmið þess var að þróa hugmyndina um notkun myndasagna í uppfræðandi tilgangi.

Myndskreytingar: Vala Steingrímsdóttir
Texti: Unnar Ingi Sæmundarson

1. saga – 2. saga