Myndasögur

Hér eru birtar fimm fræðslumyndasögur um líffræðilega fjölbreytni. Sú fyrsta er inngangur að umfjöllunarefninu, líffræðilegri fjölbreytni. Í henni eru hugtökunum vistkerfi og líffræðileg fjölbreytni gerð skil og þau sett í samband við Ísland og heiminn í heild. Í næstu sögu er rætt almennt um hvers vegna líffræðileg fjölbreytni heimsins er sögð standa í hnignun, hvernig hnignunin virkar í grunnatriðum og í hverju verðmæti líffræðilegrar fjölbreytni eru fólgin. Þriðja sagan fjallar um röskun og eyðingu búsvæða, helstu ógnina við líffræðilega fjölbreytni í heiminum. Önnur stærsta ógnin við líffræðilega fjölbreytni eru ágengar tegundir en þeim hefur fjölgað ört með auknum samgöngum og vöruflutningum milli landa. Í fjórðu sögunni er ljósi varpað á framandi og ágengar tegundir á Íslandi. Í fimmtu og síðustu sögunni komast lesendur í návígi við jarðhitavistkerfi og íslensk kóralsvæði, einstök en jafnframt viðkvæm vistkerfi sem fá oft litla umfjöllun.

Myndasögurnar eru afrakstur verkefnis sem styrkt var af Nýsköpunarsjóði námsmanna en markmið þess var að þróa hugmyndina um notkun myndasagna í uppfræðandi tilgangi.

Myndskreytingar: Vala Steingrímsdóttir
Texti: Unnar Ingi Sæmundarson

1. saga – 2. saga3. saga4. saga5. saga